Hjallahrauni 2 - 220 Hfj. - s. 562 3833 - Opið 8:30 - 17:00 virka daga.
Helac snúningsliðir.
Helac snúningsliðir.
Helac snúningsliðir.
Helac snúningsliðir.
Helac snúningsliður opnar lúgu á fiskiskipi.
Helac snúningsliður opnar lúgu á fiskiskipi.
Helac snúningsliður opnar lúgu á fiskiskipi.
Helac snúningsliður opnar lúgu á fiskiskipi.
Helac snúningsliður opnar lúgu á fiskiskipi.
Helac snúningsliður opnar lúgu á fiskiskipi.
Helac snúningsliður snýr blökk.
Helac snúningsliður snýr blökk.
Helac snúningsliður opnar og lokar rammgerðu hliði.
Helac snúningsliður opnar og lokar rammgerðu hliði.
Helac snúningsliðir.
Helac snúningsliðir.
Previous Next

Helac snúningsliðir.

 

Helac snúningsliðurinn er snjöll lausn á því vandamáli að hreyfa þunga vélahluti eða lúgur frá einu borði til annars í allt að 360°. Tæknin byggist upp á því að vökvaþrýstingur færir til bullu eftir gengjum, sem síðan snýr snúningsöxli.

Búnaður þessi hefur marga kosti fram yfir venjulega glussastrokka, eins og engar berar stangir sem geta orðið fyrir skaða, fyrirferðin er einnig mjög lítil. Fyrstu kynni Íslendinga af þessari tækni frá Helac má rekja aftur til 1994 þegar byrjað var að selja liðina til að snúa skóflum á gröfum til hægri og vinstri. Liðirnir náðu strax miklum vinsældum og þóttu byltingarkennd nýjung, enda nýtt fyrir gröfustjóra að geta tiltað skóflunum þegar unnið var við snyrtingar.

Sölu og tæknifulltrúar Helac hafa verið einstaklega þjónustuliprir í að ráðleggja og reikna út réttu liðina fyrir hvert verkefni. Sem dæmi um önnur verkefni má nefna, opna lúgur á skipum, opna stórar hliðgrindur, tilta mannkörfum á lyftuspjótum ofl. Möguleikarnir eru endalausir.

Helac og Ásafl sjá mikla notkunarmöguleika á þessari tækni fyrir iðnað á Íslandi á komandi árum. Hagstætt gengi íslensku krónunnar mun færa t.d. viðgerðir á skipum og framleiðslu á ýmsum tæknibúnaði inn í landið aftur eftir áralanga útlegð þegar íslenska krónan var í efstu hæðum. Það er mikill fengur fyrir Ásafl ehf að vera fulltrúi Helac á Íslandi. Í samvinnu við vélsmiðjur og tæknimenn á Helac liðurinn án efa eftir að koma sterkur aftur inn á íslenskan markað í hin ýmsu verkefni. T.d. hefur Vélsmiðja Guðmundar ehf í Hafnarfirði hannað nýjar opnanlegar skóflur þar sem Helac liðurinn sér um að opna og loka skóflunum.

Smellið hér til að fara inná heimasíðu Helac í sérglugga.

Senda fyrirspurn um þessa vöru