Starfsmannaferð til Dublin

Á dögunum gerðu starfsmenn Ásafls og makar sér ferð til stórborgarinnar Dublin.

Tilgangur ferðarinnar var að gera vel við sig í mat og drykk ásamt því að hrista hópinn enn betur saman fyrir komandi ár.

Eins og sjá má á myndunum var margt að sjá og upplifa og er það einróma álit þeirra sem fóru ferðina að hún hafi verið einstaklega vel heppnuð og eru starfsmenn og makar strax farnir að huga að ferð næsta árs.

Hvert þá verður farið er óákveðið en þeir sem eru spenntir að vita það er bent á að fylgjast vel með fréttum á síðu Ásafls.

Kær kveðja,

Starfsmenn Ásafls.